Veðrið á Þingvöllum °C m/s.

ÞRIÐJUDAGSKVÖLD Í ÞINGVALLAKIRKJU

Þriðjudaginn 11. júní hefst 7. starfsár tónleikaraðarinnar Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju.
Þá leikur Laufey Sigurðardóttir fiðla einleiksverk eftir Johann Sebastian Bach.  Á milli þátta les Þorsteinn frá Hamri eigin ljóð.

18. júní leika þeir félagarnir Peter Tompkins óbó, Einar Jóhannesson klarínett og Rúnar Vilbergssonfagott, verk fyrir tréblásaratríó eftir W. A. Mozart, Benjamin Britten og Poulenc.

25. júní flytur sönghópurinn Voces Thules andleg og veraldleg lög sem þeir félagar fara svo meðá tónlistarhátíð í Hollandi í beinu framhaldi.

2. júlí heimsækir Tríó Vei kirkjuna á ný. Þau Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Valgerður Andrésdóttir orgelharmóníum og Einar Jóhannesson klarínett munu bjóða upp á dagskrá frá klassíska og rómantíska tímabilinu auk íslenskra sönglaga.

Á síðustu tónleikunum þ. 9. júlí  koma fram Joaquin Páll Palomoares fiðla og Ögmundur Þór Jóhannessongítar í fyrsta sinn á hátíðinni. Þeir félagar munu leika suðræna tónlist eftir Manuel de Falla, Nicolo Paganiniog Astor Piazzolla.


Tónleikarnir hefjast kl 20 og aðgangur ókeypis. 

Tónleikagestir eru beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá og ganga til kirkju.