Veðrið á Þingvöllum 13,4°C SSV 3 m/s.

Tilkynning um tímabundna lokun Silfru frá þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur, að höfðu samráði við Samgöngustofu og lögregluyfirvöld, ákveðið að loka Silfru tímabundið frá kl. 9.00 laugardaginn 11. mars til kl. 8.00 mánudaginn 13. mars vegna alvarlegra slysa sem orðið hafa við köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Innan þess tíma sem lokunin gildir verður farið yfir verklag rekstraraðila og reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni.