Veðrið á Þingvöllum -7,7°C VNV 2 m/s.

Unnið að kappi við Öxarárfoss

Framkvæmdir við útsýnispall við Öxarárfoss ganga ágætlega.  Smiðirnir á vegum Pálmatré sem vinna verkið hafa kynnst öllum veðrabrigðum undanfarnar vikur við vinnu sína.

Þeir létu ekki 10 stiga frost á sig fá í dag og unnu hörðum höndum að því að klæða pallinn. Gert er ráð fyrir að pallurinn verði tilbúinn í byrjun desember.

Gláma –Kím - Arkitektar og Landslag – Landslagshönnun hönnuðu pallinn. Verkfræðistofan VIK sá um burðarþolshönnun en verktakafyrirtækið Pálmatré sér um smíðina.