Veðrið á Þingvöllum 10,1°C SSA 5 m/s.
8. júní 2021

Tilboði Drífu ehf. tekið

Í dag þriðjudaginn 8. júni 2021 tók þjóðgarðurinn á Þingvöllum tilboði Drífu ehf. í veitinga- og verslunarrekstur á Þingvöllum í kjölfar útboðs Ríkiskaupa.  Þrjú tilboð bárust í reksturinn og var Drífa ehf. með hagstæðasta tilboðið. 

Samningur er gerður til 3ja ára með möguleika á að framlengja samning tvisvar sinnum um eitt ár. 

Drífa ehf mun taka formlega við verslunar- og veitingrekstri á Þingvöllum 15. júní næstkomandi.

 

 

Aðalsteinn Pálsson, Ágúst Þór Eiríksson, Einar Á. E. Sæmundsen (þjóðgarðsvörður) og Einar Júlíus Gunnþórsson við undirritun á Haki.

Í tilefni samþykktar tilboðsins mættu þeir Aðalsteinn Pálsson framkvæmdastjóri, Ágúst Þór Eiríksson eigandi Drífu ehf., Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður og Einar Júlíus Gunnþórsson sölustjóri Drífu ehf. á Þingvöll.