Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
16. september 2019

Vegur 36 opnar á ný

Þingvallavegur var opnaður á ný með pompi, prakt og örmálþingi um vegbætur og endurheimtingu gróðurs í slíkum framkvæmdum.
Viðgerð á vegkafla á vegi 36 hefur nú staðið í tvö ár. Óhætt er að segja að nýr vegur bæti um margt öryggi vegfarenda. Þá var unnin mjög vönduð vinna við notkun staðargróðurs í vegfláa og hefur það verk gengið mjög vel.

Samfara þessu mun vegur 361 meðfram vatninu verða gerður að blindgötu allra austast eða rétt þar sem gatnamót vegarins eru við veg 36. Gera má þá ráð fyrir því að umferð meðfram vatni muni minnka og betur verður hægt að njóta útivistar á þeim slóðum.