Veðrið á Þingvöllum 11,4°C NV 1 m/ s.

Veiði hófst á páskadag

Veiði í Þingvallavatni innan þjóðgarðsins á Þingvöllum hófst á páskadag 20.apríl. Þingvallanefnd ákvað í vetur að breyta veiðitíma og reglum um veiði í apríl og maí.  Eingöngu er heimilt að veiða á flugu frá 20.apríl til 1.júní og skal öllum urriða sleppt á þeim tíma.  Eftir 1.júni er hefðbundin beita leyfð, fluga, spúnn og maðkur og veiðimenn geta tekið aflann með sér heim.  
Eitthvað var um veiðimenn fyrsta daginn en veðrið setti þó strik í reikninginn.  Með hlýnandi veðri næstu daga má búast við að fleiri veiðimenn sjáist á bökkum Þingvallavatns.
Veiðieftirlit hefur verið aukið og eru 15 sjálfboðaliðar úr röðum veiðimanna sem sinna veiðivörslu ásamt landvörðum þjóðgarðsins.