Veðrið á Þingvöllum 7,9°C V 2 m/ s.

Veiði hefst 20.apríl í Þingvallavatni

Stangveiðimenn eru líklega farnir að telja niður en í fyrramálið 20.apríl hefst veiði í Þingvallavatni innan þjóðgarðsins.

Fram til 1.júní er eingöngu heimilt að veiða á flugu og skal sleppa öllum urriða. Eftir 1.júni er hefðbundin beita leyfð, fluga, spúnn og maðkur og veiðimenn geta tekið aflann með sér heim.

Veiðieftirlit hefur verið aukið undanfarin þrjú ár og nú verða 15 sjálfboðaliðar úr röðum veiðimanna sem sinna veiðivörslu ásamt landvörðum þjóðgarðsins.