Veðrið á Þingvöllum °C m/s.
24. september 2019

Nýr göngupallur að Öxarárfossi

Nú er hafin gerð nýs göngupallar að Öxarárfossi. Núverandi pallur er orðinn ríflega 10 ára gamall. Til marks um álagið er að árið 2018 gengu í það minnsta 753.619 manns pallinn. Talan segir þó ekki allt því stundum höfðu snjóalög náð uppfyrir teljara á staðnum. Þá hefur umferð í ár upp að fossi og til baka verið síst minni en 2018. 
Þrátt fyrir framkvæmdir verður fært að fossinum.