Veðrið á Þingvöllum 7,9°C V 2 m/ s.

Viðrar vel til sýningar

Gestastofan á Haki opnar formlega á morgun og verður opin alla daga í sumar milli 09:00-18:00. 

Yfir helgina spáir eldi og brennistein. Því er upplagt að leggja land undir fót og heimsækja gagnvirka sýningu um sögu & náttúru Þingvalla um helgina. 

Látum okkur líða vel innandyra og fræðumst.

Í ár var sent út boðskort til allra búsettra á Íslandi á sýninguna "Hjarta lands & þjóðar" sem er í gestastofu þjóðgarðsins á Haki. Er þetta liður í að fagna 90 ára afmæli þjóðgarðsins. Vonumst eftir að sjá sem flesta. 

Örstutt kynningarmyndband má sjá hér.