Veðrið á Þingvöllum -4,4°C Logn 0 m/ s.

Viltu vinna á Þingvöllum?

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum auglýsir eftir starfsfólki í fjölbreytt störf við þjónustu 
við gesti þjóðgarðsins.  Um er að ræða störf við afgreiðslu, upplýsingagjöf og aðra þjónustu í Gestastofu þjóðgarðsins á Hakinu.

Viðkomandi verður að vera snyrtilegur, ábyrgur og með ríka þjónustulund.  Hann þarf að tala a.m.k. ensku og íslensku og vera orðinn 20 ára að aldri.

Um vaktavinnu er að ræða og er starfsmönnum ekið til og frá vinnu daglega. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og Starfsgreinasambands Íslands. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Berglind Sigmundsdóttir þjónustustjóri í gegnum netfangið  berglind@thingvellir.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á berglind@thingvellir.is.