Veðrið á Þingvöllum -3,2°C N 11 m/ s.

Yfir 2000 manns í Silfru síðan 1.mars

Í byrjun mars var farið að taka gestagjald fyrir köfun og yfirborðsköfun í gjánni Silfru en um leið samþykkti Þingvallanefnd fyrirmæli Siglingastofnunar um köfun og yfirborðköfun í Silfru.

Gjaldinu er ætlað að byggja upp aðstöðu á svæðinu, bæta aðgengi og vernda umhverfi gjárinnar. Strax í byrjun marsmánuðar var komið fyrir fráleggsborðum og nestisborðum úr tré við Silfru. Einnig var komið fyrir færanlegum kömrum. Þá var stálstigi sem liggur niður í gjána lagaður og festur betur niður.

Á næstuni mun aðgengi vera bætt en frekar. Búið er að mæla fyrir uppstigspalli við "lónið" svokallaða þar sem farið er upp úr Silfru og mun sá pallur verða settur niður fljótlega.

Frá 1. mars til loka apríl mánaðar hafa rúmlega tvö þúsund gestir lagt leið sína í Silfru og má fastlega búast við því að næstu mánuði muni fjölda ferðamanna aukast í Silfru og verða mun fleiri.