Veðrið á Þingvöllum 9,4°C SSA 5 m/ s.

Heimsminjaskrá

Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna 2.júlí 2004 á fundi heimsminjanefndarinnar sem haldinn var í Suzhou í Kína. Með samþykktinni eru Þingvellir meðal rúmlega 1000 -menningar- og náttúruminjastaða á heimsminjaskránni sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina.