Köfun

Skilmálar og skilyrði köfunar

ÁBYRGÐARLEYSISYFIRLÝSING – Einstaklingur / kafari

Allir sem kafa innan þjóðgarðsins á Þingvöllum gera það á eigin ábyrgð. Þjóðgarðurinn er ekki á nokkurn hátt ábyrgur fyrir slysum vegna köfunar á svæðinu, hvort sem um er að ræða atvinnu- eða sportkafara, köfun eða yfirborðsköfun.

Kafari ber ábyrgð á því að hafa tilskilin réttindi til köfunar, auk þess sem hann ber ábyrgð á að allur nauðsynlegur búnaður sé til staðar og að hann sé í góðu ásigkomulagi og uppfylli kröfur íslenskra laga, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim.

Kafari ábyrgist að hann sé í nægilega góðu andlegu og líkamlegu ástandi til að kafa og hann hafi næga reynslu og getu til þess. Kafari metur sjálfstætt aðstæður í hvert sinn og tekur upp á eigin spýtur ákvörðun um að kafa. Hann skal hafa kynnt sér hvar heimilt er að kafa hverju sinni, hversu djúpt og aðrar takmarkanir sem kunna að gilda.
Með samþykki sínu staðfestir kafari að hann hafi kynnt sér fyrirmæli Siglingastofnunar Íslands vegna köfunar og yfirborðsköfunar í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þá staðfestir hann að hafa metið áhættuna sem fylgir köfun innan þjóðgarðsins á Þingvöllum, að hann geri sér grein fyrir þeirri áhættu og viti að hann er á eigin ábyrgð.

Óheimilt er að kafa og yfirborðskafa einn síns liðs í Silfru.

Loading...