Í þinghelginni eru bílastæði auðkennd með tölu og lit og næsta megin örnefni.
Bílastæðið við Hakið er merkt P1 í gulum lit. Bílastæði við enda Almannagjár sem hefur gengið undir ýmsum nöfnum er merkt P2 í rauðum lit og kennt við Kastala. Bílastæðið við Langastíg er merkt P3 í grænum lit. Bílastæðið við Flosagjá er P4 í appelsínugulum lit og við Valhallar reitinn P5 í bláum tón.
Þjónustugjald fyrir bílastæði er innheimt á eftirtöldum bílastæðum:
- P1 við Hakið
- P2 Þingplan/Fossplan
- P5 - Valhöll.
Verðskrá er eftirfarandi:
- Fólksbifreið, 5 manna eða færri: 750 kr.
- Fólksbifreið 6-8 manna: 1000 kr
- Hópferðarbílar fyrir 19 manns eða færri: 1800 kr
- Hópferðarbílar fyrir 20 farþega eða fleiri 3500 kr.
Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið þann dag sem greitt er óháð bílastæði. Hægt er að greiða í greiðsluvélum á staðnum en einnig á vefsíðu https://www.checkit.is/
Ef gestur hefur P-merki í bílnum sínum þarf ekki að greiða. Viðkomandi þarf þó að koma við í gestastofunni á Haki til að afskrá bílnúmerið úr myndavélakerfinu.
Nánar um gjaldtöku sjá hér.
Athugasemdir vegna gjaldtöku skulu sendast á reikningar@thingvellir.is eða thingvellir@thingvellir.is.