Þjónustugjald er innheimt á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöllum.
Á P1 bílastæði á Hakinu við efra enda Almannagjár en þar er Gestastofa þjóðgarðsins, í öðru lagi á nokkrum bílastæðum við enda Almannagjár (P2) þar sem göngustígurinn kemur niður úr Almannagjá að Efrivöllum og í þriðja lagi á Valhallarplani (P5).
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið staðfesti nýja gjaldskrá fyrir þjónustugjöld á Þingvöllum þann 29. júní 2018 sjá hér.
Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið þann dag sem greitt er. Eitt gjald er fyrir öll bílastæði.
Greiðslukerfi á Haki byggir á myndavélaeftirlitskerfi sem keyrir saman númeraplötur bíla við númeraskrá Samgöngustofu. Þegar ekið er burt eru númerin borin saman við greiðslukerfið í þjóðgarðinum. Greiðsluvélar eru innanhúss í gestastofu og á salernum á við gestastofu á Haki. Einnig eru greiðsluvélar við bílastæði við Valhallarreitinn P5 og við bílastæðið neðan við Öxarárfoss P2. Einnig er hægt að greiða á https://www.checkit.is/
Ef gestur hefur P-merki í bílnum sínum þarf ekki að greiða. Viðkomandi þarf þó að koma við í gestastofunni á Haki til að afskrá bílnúmerið úr myndavélakerfinu.
Til að fá nánari upplýsingar eða til að koma ábendingum á framfæri, vinsamlega sendið fyrirspurnir á reikningar@thingvellir.is eða thingvellir@thingvellir.is. Þá er einnig hægt að hafa samband við skrifstofu þjóðgarðsins s. 4881800.

Í og við þinghelgina þar sem þingstaðurinn forni stóð og er mest heimsótta svæði þjóðgarðsins eru tekin þjónustugjöld.
Þjónustugjöldin renna í viðhald, umhirðu og snjómokstur í og við bílastæðin, þ.m.t. salerni.