Veðrið á Þingvöllum 0,3°C Logn 0 m/s.

Framkvæmdir við stækkun gestastofu

Haustið 2016 hófust framkvæmdir við stækkun gestastofu á Haki. Í stækkaðri gestastofu verður bætt aðstaða til almennrar upplýsingagjafar fyrir gesti þjóðgarðsins, ný og endurbætt grunnsýning, fjölnota funda og kvikmyndasalur og skrifstofur. Eldri byggingin verður tekin undir kaffihús og tengd við nýbygginguna. Heildarflatarmál verður 1277 fm og eru áætluð verklok í júlí 2018.

Hér má fylgjast með streymi af framkvæmdum við stækkun gestastofu á Haki.

Smellið hér til að færast yfir á Youtube streymi úr vefmyndavél.

Verkkaupi: Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Verktaki: Þarfaþing ehf.
Hönnun: Gláma Kím
Hönnun lóðar, aðkomu og deiliskipulags: Landslag ehf.
Verkfræðihönnun: Mannvit ehf.
Umsjón og eftirlit: Framkvæmdasýsla ríkisins