Veðrið á Þingvöllum -4,4°C Logn 0 m/ s.

Skólaheimsóknir

Á hverju ári koma fjölmargir skólahópar í heimsókn til Þingvalla. Undanfarin ár hefur starfsfólk þjóðgarðsins tekið á móti nemendum með skipulögðum hætti og kynnt þeim sögu og náttúru Þingvalla.

Á vorin eru móttökur bókaðar á klukkustundarfresti frá klukkan 09.00 þær vikur sem mest er um að vera. Móttakan hefst við gestastofuna á Hakinu þar sem notuð er margmiðlun til að kynna helstu atriði í sögu og náttúru Þingvalla áður en gengið er niður Almannagjá að Lögbergi.

Á leiðinni er fjallað um jarðfræði og sögu staðarins. Móttökunni lýkur við búðarústir í Almannagjá þar sem fjallað er um mannlíf á þingi.

Hægt er að óska eftir móttöku nemenda allt árið um kring og eru þær skólum að kostnaðarlausu. Hægt er að bóka þær á netfanginu thingvellir@thingvellir.is og fá nánari upplýsingar í síma 482 2660.