Köfun

Innan þjóðgarðsins er eingöngu leyfð köfun í tveimur gjám,Silfru og Davíðsgjá. Silfra er einn besti köfunarstaður á Íslandi og af mörgum talinn vera á heimsmælikvarða. Ástæðan er mikið skyggni í tæru grunnvatninu og stórfenglegt umhverfi Silfru.

Austar í þjóðgarðinum er Davíðsgjá. Gjáin er úti í vatni og þarf að synda nokkuð til að komast að henni. Gjáin er grunn nær landi en opnast eftir því sem farið er lengra út.

Kafarar verða að uppfylla reglur og skilyrði um búnað og réttindi til köfunar. Kafarar verða að hlíta öllum reglum um köfun og virða reglur um umgengni innan þjóðgarðsins. Kafarar verða að hafa þurrbúningaréttindi eða hafa minnst 10 þurrbúningakafanir á síðustu tveimur árum. Köfun í blautbúningi er ekki heimil.  Ekki er leyft að kafa einsamall, stunda hellaköfun eða fara dýpra en 18 metra. Kafarar kafa alfarið á eigin ábyrgð og áhættu.

Skrá þar allar kafanir og yfirborðskafanir sem farnar eru í Silfru, bæði kafanir á vegum einstaklinga sem og fyrirtækja. Við skráningu einstaklinga þarf að samþykkja ábyrgðaryfirlýsingu sem og greiða gestagjald.

Hér má sjá reglur Þingvallanefndar og fyrirmæli Samgöngustofu vegna köfunar í Silfru.

Reglur um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum (yfirborðs- og djúpköfun).

Reglur um gestagjöld vegna köfunar og fyrir yfirborðsköfun í Silfru

Samgöngustofa 
Fyrirmæli vegna köfunar og yfirborðsköfunar í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Mars 2017

Breyting á fyrirmælum vegna köfunar og yfirborðsköfunar í þjóðgarðinum á Þingvöllum nr. 165/2013.

Hægt er að skrá köfun hér á heimasíðunni.  Einnig í Þjónustumiðstöðinni á Leirum og Gestastofunni á Haki.

Út er komin skýrsla um þolmarkagreiningu á köfun og yfirborðsköfun í Silfru. Skýrsluna má nálgast hér.