Veðrið á Þingvöllum 0,6°C ANA 6 m/ s.

Ferðir víkinganna

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum tók þátt í verkefni um netleik fyrir börn sem var styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Í leiknum eru kynntir mikilvægir staðir víkingatímans. Leikurinn byggir á korti og er hægt að
heimsækja þaðan mismunandi norræna staði frá svipuðum tíma, fá um þá grundvallar upplýsingar og dýpka þannig þekkingu sína.

Með því að bera saman viðburði frá ólíkum tímum og stöðum fæst skýrari mynd af samnorrænni sögu okkar. Textinn er á norsku, dönsku, sænsku og ensku, en upplýsingum um íslenska sögustaði verður bætt við á þessu ári.

Leikinn má finna á hér á þessum tengli

Aðilar að verkefninu voru:  Norræna ráðherranefndin

Noregur

Midgard historiske senter -Avaldsnes -

Víkingasafnið í Lófóten-

Stiklestad Nasjonale Kultursenter .

Svíþjóð

Gamla Upsala Sigtuna museum

Birka och Hovgården  Eketorp - -

Víkingavirkið á Álandseyjum

Danmörk

Antikvariske Samling i Ribe  -

Víkingasafnið í RibeLindholm Høje Museet  -

Víkingasafnið í Lindholm Kongernes Jelling - Konungagrafirnar í Jellinge

Ísland

Snorrastofa Reykholt-

Eiriksstadir - Fæðingarstaður Leifs heppna og bær Eiríks rauðaÞjóðgarðurinn á Þingvöllum

Færeyjar

Føroya Fornminnisssavn  -.

Þjóðminjasafn Færeyja

Grænland

Grønlands Nationalmuseum Arkiv  - Þjóðminjasafn Grænlands .