Veðrið á Þingvöllum 12,9°C NV 3 m/s.

Stefnumörkun í endurskoðun

Undanfarin misseri hefur staðið yfir endurskoðun stefnumörkunar þjóðgarðsins á Þingvöllum en gildandi útgáfa var samþykkt árið 2005 í tengslum við skráningu þjóðgarðsins á Heimsminjaskrá.

Við endurskoðunina hefur verið haldið í efnistök og uppsetningu gildandi útgáfu en mörkuð skýrari og að nokkru leyti ný stefna um þá þætti sem lúta að viðbrögðum við auknum gestagangi og álagi.

Þetta á t.d. við um samgöngur, mannvirkjagerð og aðra landnotkun. Að öðru leyti
felur endurskoðunin að mestu í sér uppfærslu vegna þróunar sem orðið hefur
með óbreyttum meginatriðum.
Stefnt er að kynningarfundi um endurskoðunina í ágúst og verður hann auglýstur síðar.

Þingvallanefnd lagði fram tillögu að endurskoðaðri stefnumörkun til kynningar í seinnipart júlí. Veittur var frestur til 1. nóvember að senda inn umsagnir. Nokkur fjöldi barst til Þingvallanefndar og er nú hafin vinna við að fara yfir þær.

Hér má sækja endurskoðun á stefnumörkun Þingvallanefndar á pdf sniði.