Veðrið á Þingvöllum -5,0°C Logn 0 m/s.

Stefnumörkun þjóðgarðsins á Þingvöllum

Þingvallanefnd samþykkti stefnumörkun fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum haustið 2018 og tók hún við frá fyrri stefnumörkun 2005.  

Ný stefnumörkun hefur í mörgu haldið í fyrri efnistök og uppsetningu gildandi útgáfu en mörkuð er þó skýrari sýn og stefna um þá þætti sem lúta að viðbrögðum við auknum gestagangi og álagi.

Þetta á t.d. við um samgöngur, mannvirkjagerð og aðra landnotkun. Að öðru leyti
felur endurskoðunin að mestu í sér uppfærslu vegna þróunar sem orðið hefur
með óbreyttum meginatriðum.
Stefnt er að kynningarfundi um endurskoðunina í ágúst og verður hann auglýstur síðar.

Hér má sækja endurskoðun á stefnumörkun Þingvallanefndar á pdf sniði.