Persónuverndarstefna

Í starfsemi Þingvallanefndar getur komið til vinnslu persónuupplýsinga, þ.e. upplýsinga um persónugreinda eða persónugreinanlega einstaklinga, sem nefndin telst ábyrgðaraðili að. Þingvallanefnd leggur ríka áherslu á persónuvernd og tryggir öryggi og trúnað þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með hjá nefndinni. Þingvallanefnd vinnur um þessar mundir að gerð persónuverndarstefnu í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem birt verður á síðunni innan skamms.

Þingvallanefnd hefur tilnefnt Lenu Mjöll Markusdóttir sem persónuverndarfulltrúa. Netfang persónuverndarfulltrúans er lena@lex.is. Hægt er að beina fyrirspurnum og ábendingum varðandi persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga hjá Þingvallanefnd til persónuverndarfulltrúans.