Gul veðurviðvörun 17. janúar

Fyrsta gula veðurviðörunin fyrir suðvesturland á þessu ári tekur gildi á morgun. Búast má við nokkuð þéttri snjókomu ofan í nístingskulda og talsverðan vindstyrk. Mikil ofankoma getur haft áhrif á opnun gestastofu og þjónustumiðstöðvar á Þingvöllum sem og færð á vegum til og frá svæðinu. 

Förum með hægð og hugum að eigin öryggi. Fylgjumst með færð og veðri á eftirfarandi síðum:

www.vedur.is 
www.vegagerdin.is 
www.safetravel.is