Gul veðurviðvörun 02.02

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun. 

Veðurstofa Íslands hefur gefið út veðurviðvörun sem tekur gildi upp úr klukkan 10 í dag. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissuástandi á vegum til og frá Þingvöllum. Dimmur éljagangur getur haft áhrif á skyggni vegfarenda. Veðurfarið getur haft áhrif á opnunartíma gestastofu þjóðgarðsins.

Förum með hægð og hugum að eigin öryggi. Fylgjumst með færð og veðri á eftirfarandi síðum:

www.vedur.is 
www.vegagerdin.is 
www.safetravel.is