Vel heppnaður starfsdagur

Í gær fór fram vel heppnaður starfsdagur á Þingvöllum. Allt starfsfólk hittist og farið var yfir dagskrá sumarsins sem er þegar orðin ansi þétt þó margt hverfist um komandi Lýðveldishátíð en þó nokkrir viðburðir verða í sumar vegna hennar.  

Farið var yfir ýmist verklagt fyrir sumarið, komandi fræðslugöngur, umferðarstýringu og ekki síst öryggismál. 

Fengnir voru fyrirlestrar frá Samtökunum 78 og Brunavörnum Árnnessýslu. 

Eldurinn slökktur

Hér er verið að æfa notkun slökkvitækja. Gott er að hafa prófað slíkt áður en alvöru eldur brýst út. 
Þjóðgarðurinn hefur ennfremur fjárfest í vatns-bakpokum til að takast á við gróðurelda. 

Lært á neyðarbíllinn

Þjóðgarðurinn hefur samning við HSU um viðveru sjúkraflutningamanns í þjóðgarðinum frá 9 - 17 alla daga. Það er mikilvægt fyrir starfsfólk þjóðgarðsins að vita hvaða hlutir eru hvar í bílnum ef það þarf að aðstoða sjúkraflutningamanninn. 

Kolbeinn kennir á kerruna

Kolbeinn Sveinbjörnsson þjóðgarðsins helsta hjálparhella kennir hér starfsfólki á meðferð fjórhjóls þjóðgarðsins. Farið yfir öryggisatriði og fleira slíkt. 

Borðlagður björgunarbúnaður

Þjóðgarðurinn hefur talsvert af neyðarbúnaði og það getur verið gott að kynna sér hann og staðsetningu ef á þyrfti að halda.