Þingvellir kaupir neyðarkallinn

Kaupin handsöluð

Jón Þormar frá björgunarsveitinni Ingunni og Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður handsala hér kaupin.

Starf björgunarsveitanna er ómissandi og ósjaldan hefur reynt á ósérhlífni meðlima sveitanna í hinum ýmsu aðstæðum þjógðarðsins. Það veitir ekki að styrkja nágranna björgunarsveit þjóðgarðsins á Laugarvatni. Fer nú senn að líða að vetri með öllum þeim tilheyrandi áskorunum sem þeirri árstíð fylgir. 

Þjóðgarðurinn á þingvöllum er traustur bakhjarl björgunarsveitarinnar Ingunnar og vonast eftir frekara samstarfi.