Albogi kallast beygja í Öxará, þar sem hún rennur niður úr hlíðunum ofan Brúsastaða. Nafnið er afbakað úr Alnboga, eða Olnboga, sem er algengt heiti á slíkum beygjum. Þar við er klettabelti og skriður og skammt austar er hóllinn Einbúi.