Almannagjá

Google Maps
Í og við Almannagjá starfaði Alþingi í hartnær 800 ár. Gjáin markar ennfremur austasta enda Norður-Ameríkuflekans.

Almannagjá

Almannagjá er margbrotin gjá sem markar eystri enda Norður-Ameríkuflekans. Teygir gjáin sig úr Þingvallavatni í suðri og norður undir Ármannsfell. Ýmist er notast við yfirheitið Almannagjá en þó eru partar í henni sem bera sérheiti. Má þar nefna Hrútagjá, Lambagjá, Hvannagjá, Stekkjagjá og Snóka svo einhverjar séu nefndar.

Í Almannagjá er Lögberg hinn forni þingstaður Alþingis, Drekkingarhylur þar sem konum var til forna drekkt fyrir blóðskömm og Öxárfoss fellur ofan af hömrum Almannagjár ofan í gjána og eftir henni.

Öxarárfoss fellur í Almannagjá

Öxarárfoss fellur tígulega ofan í Almannagjá. Öxará rennur svo eftir gjánni þangað til hún fellur niður á Neðri-velli þar sem Alþingi áður starfaði.