Bæjarfell

Google Maps

Bæjarfell er hæð eða fjallsrani sem gengur út úr suðvestanverðu Ármannsfelli. Það er um tveggja kílómetra langt, snýr eftir landreksstefnunni og er allt að 80 metra hátt. Hæsti punktur þess, þar sem það sameinast hlíðum Ármannsfells, er um 225 metrar yfir sjávarmáli. Vestan Bæjarfells kemur Klömbrugil og svo Svartagil, en fellið er kennt við samnefndan bæ í Svartagili. Austan Bæjarfells er Ármannsgil og niður eftir þeim eru Skógarhólar. Suðurhlíðar Bæjarfells kallast Biskupsbrekkur og liggur þjóðleið eftir þeim. Á miðju fellinu er grunnur dalur sem kallast Leirdalur, þar hafa verið slægjur og liggur leið yfir Bæjarfell milli Svartagils og Skógarhóla. Nyrst í Leirdal heitir Stekkjardalur, þar eru stekkjarleifar frá Svartagili.