Brúsastaðahólmar

Google Maps

Brúsastaðahólmar eru litlir hólmar í Þingvallavatni, um 100 metrum frá vatnsbakkanum austan Hestagjár. Þeir eru í landi Brúsastaða en ekki var mikil veiði í Brúsastaðalandi. Stærsti hólminn er um 50 metra langur og snýr frá austri til vesturs. Hann er sundurklofinn af gjásprungu sem liggur suður af Nefjagjá. Norðaustan hans er lítið sker og suðvestan hans eru tveir aðrir hólmar, mun minni. Nokkrar grynningar eru við hólmana og hafa þeir eflaust verið nokkuð stærri fyrir jarðsigið 1789.