Djúpagróf

Google Maps

Djúpagróf er gróf milli Djúpugrófarholts og Djúpugrófaráss. Hún liggur eftir landreksstefnunni milli Kárastaða og Brúsastaða og er um 1200 metrar á lengd. Hún er mest um 30-40 metra djúp miðað við ásana beggja megin hennar. Á botni hennar eru grasteigar og kjarrtorfur eru víða í vesturhlíð hennar. Í suðri tekur hún sveig til suðausturs og kallast þar Þvergil. Nyrst í Djúpugróf, Brúsastaðamegin, er landslagið nokkuð skorið af leysingafarvegum. Austan við stærsta farvegin, upp við hlíðar Djúpugrófaráss, eru allgreinilegar og heillegar tóftir. Líklega eru það leifar fjárhúss frá Brúsastöðum en samkvæmt örnefnaskrá hafa verið munnmæli um býli á þessum stað. Engar ritaðar heimildir eru um býli við Djúpugróf.