Dverghóll

Google Maps

Dverghóll er einn af hólunum við tún Þingvallabæjar og hefur líklega verið nefndur svo vegna stærðar sinnar. Hann er merktur norðvestur af Miðmundatúni, um 40 metra suðaustur af Þingvallabænum. Hóllinn er illsjáanlegur vegna trjáa sem þar voru gróðursett um miðja 20. öld. Leifar af einhvers konar hleðslu eru sjáanlegar við hólinn. Á þessum slóðum nefnir Björn Þorsteinsson (og hefur líklega vitnað í Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörð) örnefnið Traðarhól og að það sjáist fyrir gömlum tröðum. Líklega er um sama hól að ræða.