Einbúi (Brúsastaðir)

Google Maps

Einbúi er stakur, sjö metra hár hóll norður af Djúpugrófarholti, í vallendisflöt milli þess og Trausta, örstutt sunnan suðurbakka Öxarár þar sem hún rennur niður úr hlíðunum ofan Brúsastaða. Pétur J. Jóhannsson frá Skógarkoti kallar hann Réttarhól en fáeinum metrum norðaustan hans er gömul fjárrétt frá Brúsastöðum. Suðvestan-í hólnum eru tóftir, hugsanlega stekkur, kró eða íveruhús tengt réttinni.