Eyrarlækur

Google Maps

Eyrarlækur er lækur sem á upptök sín í hlíðunum austan Búrfellsháls. Lækurinn rennur alls um þriggja kílómetra vegalengd. Hann kemur niður um Hrossabrekkugil vestan Selfjalls og þaðan fer hann suðvestur meðfram Hrossabrekkum og Tjaldhóli. Að lokum rennur Eyrarlækur út í Kjálká við Olnboga, skammt neðan Kjálkárgils.