Fjárhúshóll

Google Maps

Fjárhúshóll er nokkuð stór hóll norðan Vatnskots, rétt vestan við afleggjarann á bílveginum. Hann er afar gróinn í dag en áður var hann aðalsjónarhæð frá Vatnskoti og þóttu ábúendum þar gaman að fara þangað. Hóllinn hefur líklega verið leiðarmerki Þingvallabænda á leið um Vatnskotsveg, en þeir áttu fjárhús og beitarhús í Vatnskoti. Efst er Fjárhúshóll mjög sprunginn og þar ofan í vex burknagróður. Þar var steypustaur reistur á 7. áratug 20. aldar af vísindamönnum frá Imperial College of London, sem reyndu að mæla jarðsig á Þingvallasvæðinu og víðar. Áður var þar varða frá Náttúruvernd en hún er sögð hafa verið rifin af gestum þjóðgarðsins. Um 200 metrum norðan Fjárhúshóls er Fjárhúshólshryggur.