Fjóshóll (Þingvellir)

Google Maps

Fjóshóll er hóll í túni Þingvalla. Hann er skammt frá vatnsbakkanum, um 40 metrum vestan Fjósagjár. Nafnið er dregið af fjósi frá Þingvallabæ sem stóð við hólinn. Rústir má finna í lágri dæld austur undir hólnum, líklega eru þær af gömlu fjósi. Suðurhluti Fjóshóls var eyðilagður árið 1907 þegar núverandi akvegur var lagður meðfram vatnsbakkanum.