Goðhóll

Google Maps

Goðhóll er vestasti hluti hólsins Trausta: „Vestasti partur Trausta heitir Goðhóll (23). Það er ekki gamalt nafn. Þegar Halldór Einarsson (?) bjó á Brúsastöðum, var hesthús á hólnum, en var lagt niður. Reiðhestur frúarinnar var grafinn í hesthúsinu með öllum tygjum. Hesturinn hét Goði, og fékk hóllinn nafn af honum.“