Hellugjá

Google Maps

Hellugjá er röð af gjásprungum austan Háugjár. Hellugjá hefst ofan í Þingvallavatni, norðan Hrútshólma, og teygir sig norðaustur tveggja kílómetra vegalend í formi misstórra gjásprungna. Sprungurnar nær Þingvallavatni eru margar vatnsfylltar. Hlutar Hellugjár fara yfir Gönguveg og Skógarkotsveg en gjáin fjarar út norðan hins síðarnefnda. Ónefnd framhald hennar kemur aftur í ljós við Krókhóla og enn á ný vestan Hrauntúns og kallast þar Þrívarðnagjár.