Hjallhóll

Google Maps

Hjallhóll er hraunhóll í túninu (Seiglum) á Þingvöllum, skammt suðaustan Þingvallabæjar, milli Dverghóls og Svelghóls. Hjallhóll er aflangur og snýr NA-SV, um 50 x 25 metrar á stærð og 1,5 – 2 metrar á hæð. Hóllinn hefur eflaust fengið nafn sitt á hjalli sem áður stóð á hólnum en ummerki um húsarústir hafa verið merktar við norðurbrún hans.