Hringormur

Google Maps

Hringormur er sker í Þingvallavatni skammt undan Breiðanesi við Vatnskot. Samkvæmt örnefnaskrá voru þar „ [...] lagnir í kring. Skerið er ýmist undir vatnsyfirborðinu eða það stendur upp úr; það fer eftir vatnshæðinni. Það er u.þ.b. 50 m frá landi. Þarna hefur margur strandað.“

Skerið er nú á um eins meters dýpi. Það er hringmyndað eða sporöskjulaga og djúp laut allt í kringum það.