Hrútagilslækur

Google Maps

Hrútagilslækur er um fimm kílómetra langur lækur í Þingvallasveit. Lækurinn á upptök sín í Súlnagili og rennur þaðan suður um Orrustuhólsmýri og þaðan niður Hrútagil, sem lækurinn er kenndur við. Frá Hrútagili rennur hann fram hjá malarnámu og suður eftir Bæjarfelli, þar sem Bæjarlækurinn frá Svartagili sameinast honum. Hrútagilslækur rennur þaðan eftir gras- og mosaflötum fram hjá Bárukoti. Þar rennur Grímagilslækur út í hann og kallast þá Leiralækur.