Kirkjugata

Google Maps

Kirkjugata er önnur af tveimur götum sem liggja frá Kárastöðum niður á þjóðveginn í átt að Þingvöllum, skammt austan við lind, sem Hjálp heitir. Hin gatan liggur örskammt vestar og heitir Prestsgata. Samkvæmt örnefnaskrá „[...] var farið þarna um, þegar farið var til kirkju. Það er dálítið einkennilegt, að göturnar skuli vera tvær, og er sú skýring nærtækust, að presturinn hafi verið nokkuð sérlundaður og komið „hina leiðina.“ Milli þessara gatna er hraunhóll, sem nefnist Gráhóll.“