Klauf (gjá)

Google Maps

Klauf er nafn á hluta Almannagjár milli Hvannagjár og Leynistígs. Í örnefnalýsingu er skrifað að í austurenda Hvannagjár er „mikið urðarhaft eins og víðar í Almannagjá, en innan við það er gjá, sem er opin niður á láglendið, liggur frá austri til vesturs og hækkar í botninn eftir því sem hún nálgast efri brún Almannagjár og myndar ágætan göngustíg upp á brúnina. Hún er grasigróin og heitir Klauf. Hallinn frá Tæpastíg að gjánni Klauf heitir Hvannagjáarbrekka. Fyrir innan Klauf að Leynistíg er gjáin samanhrunin, en standberg á smá kafla, sem snýr að veginum. Leynistígur er aðalleiðin frá Þingvöllum til Borgarfjarðar og Norðurlands og hefur verið það frá upphafi Íslandsbyggðar.“