Fornleifar

Fornleifarannsóknir á Þingvöllum hafa að mestu tengst þingstaðnum forna og tilraunum til að skilgreina, staðsetja og skilja þær rústir sem þar er að finna. Mun minna hefur verið unnið að skrásetningu og rannsókn minja fyrir utan hann og annarsstaðar í þjóðgarðinum fyrr en á allra síðustu árum.

Mikið verið fjallað um Þingvelli út frá 13. aldar lýsingum í Íslendingasögum um Þingvelli og þá er rétt eins líklegt að höfundar fjalli um Þingvelli eins og þeirra þekking er á staðnum. Enn þó skal ekki horfa framhjá því að söguleg geymd er sterk og rétt eins líklegt að lýsingar íslendingasagna á Þingvöllum séu nokkuð nærri lagi.

Hér má kynna sér helstu áherslur í fornleifarannsóknum og uppgreftri í þjóðgarðinum.