Lögrétta

Lögrétta

Lögrétta var æðsta stofnun Alþingis á þjóðveldisöld og fór með löggjafarvald. Starfsvið Lögréttu var margþætt en hún skar úr lagaþrætum, setti ný lög og veitti undanþágur frá lögum. Á þjóðveldisöld var Lögrétta staðsett austan við Öxará.

Lögsögumaður stýrði fundum Lögréttu en í henni sátu 48 goðar á miðpalli.

Hver goði hafði tvo ráðgjafa sem sátu fyrir framan og aftan hann.

Mögulegt útlit Lögréttu

Tekið úr sýningunni Hjarta lands og þjóðar, teikning Gagarín.

Eftir að biskupsstólar á Hólum og í Skálholti voru stofnaðir áttu biskupar einnig sæti í Lögréttu. Fjöldi þeirra sem sátu í Lögréttu var því 146 manns eða 147 ef lögsögumaður var ekki goði.  Lögrétta kom saman báða þá sunnudagana sem þingið stóð og þinglausnardag en einnig oftar ef lögsögumaður óskaði.   Öllum var frjálst að fylgjast með störfum Lögréttu en enginn mátti standa innan við pallana.

Lögrétta á 18. öld.

Lögréttuhús var reist á 18. öld. 

Eftir því sem leið á 13.öldina jókst ófriður milli höfðingjaætta sem lauk með því að Íslendingar gengust undir yfirráð Noregskonungs árin 1262-1264 með Gamla sáttmála. Við það hvarf hlutverk Lögbergs úr sögunni og Lögrétta varð megin stofnun Alþingis sem varð dómstóll með takmörkuðu löggjafarvaldi.

Árið 1662 samþykktu lögréttumenn, á samkomu í Kópavogi, að viðurkenna einveldi Danakonunga. Við það fór vegur og vald Alþingis minnkandi allt til síðasta þings á Þingvöllum árið 1798.  Fram á 16.öld var Lögrétta staðsett austan megin Öxarár. Vegna breytinga á Öxará einangraðist Lögrétta á litlum hólma og var hún því flutt vestur yfir Öxará árið 1594 þar sem byggt var lítið hús fyrir Lögréttu. Í því húsi fór allt starf þingsins fram til ársins 1798.