Dagur íslenskrar náttúru 2023

Dagur íslenskrar náttúru 2023

Frítt verður inn á sýninguna Hjarta lands og þjóðar í tilefni Dags íslenskrar náttúru.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur ár hvert 16. september. Af því tilefni efna stofnanir, fyrirtæki og skólar til ýmissa viðburða. 

Náttúran hefur átt stóran þátt í að móta íslenska þjóð af því sem er í dag. Samspil veðurs, náttúruhamfara, stutts en litríks sumars og fleiri þættir hefur bæði verið ógn en jafnframt byggt upp oft á tíðum ólýsanlega fegurð. 

Ókeypis verður inn á sýninguna Hjarta lands og þjóðar en hún er staðsett í gestastofu þjóðgarðsins á Haki ofan við Almannagjá. Gagnvirk upplifunina kallar á samspil gests og sýningar til að kalla fram fróðleik um menningu og náttúru.