Þingvellir í dag
Veður
0,1°C NV 3 m/s.
Gestir Þingvalla
3564
Talinn fjöldi í gær
20075
Talinn sl. 7 daga
Færð á vegum
361
Vallavegur -
Vefmyndavélar
Hak - Þingvallavatn
Hak - Skjaldbreiður
Lyngdalsheiði
Þingvallavegur
Mosfellsheiði
Viðburðir
Myrkraganga og draugasögur á Þingvöllum
Í tilefni Hrekkjavökunnar mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur leiða myrkragöngu á Þingvöllum.Arkitektúr og Þingvellir
Jóhannes Þórðarson og Sigbjörn Kjartansson arkitektar Glámu - Kím fræða gesti um byggingar í nútíma og fortíð á Þingvöllum. Viðburðurinn er partur af menningarminjadögum Evrópu.Fréttir
Bilað salerni á P5
Salerni á P5 er lokað vegna viðgerða. Fjölmörg önnur salerni eru opin.
Jónas og UNESCO
Jónas og UNESCO eiga um margt sameiginlegt á Þingvöllum
Tjaldstæði lokað vegna vatnsleysis
Frá og með 17:00 og fram eftir kvöldi verður þjónustumiðstöðin á Leirum og tjaldstæðið þar lokað vegna vatnsleysis.
Náttúra Þingvalla
Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild.Það eru gríðarleg verðmæti og náttúruundur að geta fylgst með þróun og myndum nýrra tegunda á einum stað eins og í Þingvallavatni. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Saga þjóðgarðsins á Þingvöllum
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 sem kom saman á Þingvöllum allt fram til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður Íslendinga. Í lögum segir að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar og undir vernd Alþingis.