Tjaldsvæði

Opnunartímar

Sumaropnun tjaldstæða

Tjaldstæðin á Leirum og við Vatnskot er opin frá 01.06. - 01.09. 

Við Nyrðri - Leirar er að finna rafmagn, salerni og sturtur. 
Við Syðri - Leirar eru salerni og sturtur ásamt losunarsvæði ferðaklósetta.

Vetraropnun tjaldstæða

Frá 01.09 - 01.05 er tjaldstæðið á á Leirum við þjónustumiðstöðina opið.

Þegar lokað er á grasflötina vegna færðar er heimilt að gista á bílastæðinu framan við þjónustumiðstöðina á Leirum. 

Salernishús og þvottarými er opið allan ársins hring. Sturtum er lokað frá 01.12 - 01.03 hvern vetur vegna frosts.

Gistigjöld

Gjöld geta verið greidd í þjónustumiðstöð sem er opin frá 09:00 - 17:00.

Fullorðnir (18-66 ára) 1.300 kr. nóttin
Eldri borgarar (67 ára og eldri) og örorkulífeyrisþegar 650 kr. nóttin
Rafmagn (eingöngu Nyrðri-Leirar) 900 kr. nóttin
Börn (17 ára og yngri) Frítt
Ef greitt er fyrir þrjár nætur, fæst sú fjórða frí og síðan önnur hver upp frá því.   
Hópar (10 eða fleiri) fá 15% afslátt sé gert upp sameiginlega.  

 

Reglur

Leyfilegt er að tjalda á tveimur svæðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Á Leirum í kringum þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og í Vatnskoti við Þingvallavatn.

Sömu reglur um umgengni gilda á tjaldsvæðum þjóðgarðsins og hvarvetna innan hans. Tjaldgestum skal þó sérstaklega bent á að sýna tillitsemi og virða næturró með því að ganga hljóðlega um á milli kl. 24:00 og 08:00.

Á Leirunum skiptast tjaldsvæðin í fjóra hluta sem kallaðir eru Fagrabrekka, Syðri-Leirar, Hvannabrekka og Nyrðri-Leirar. Tjöld eru eingöngu heimil í Fögrubrekku og Hvannabrekku en gott rými og aðstaða er á Syðri- og Nyrðri-Leirum fyrir húsbíla og fellihýsi.

Tjaldsvæðið í Vatnskoti er við gamalt eyðibýli á bökkum Þingvallavatns. Tjaldsvæðið í Vatnskoti er einungis ætlað tjöldum og er öll umferð bifreiða bönnuð um svæðið.

Sorp er látið óflokkað í sorptunnur en tjaldgestum er bent á að sérstakar tunnur eru ætlaðar undir einnota drykkjarílát og notuð grillkol.

Daglegt eftirlit með tjaldsvæðunum er i höndum landvarða sem einnig sinna næturvörslu um helgar. Ef eitthvað ber út af er gestum vinsamlega bent á að snúa sér til þeirra. Einnig skal landvörðum gert aðvart ef misbrestur á umgengni fólks veldur ónæði.