Lýðveldi í 80 ár

Undirskrift1944
1944 Glima
Kor Kvenna

Stofnun lýðveldis

Stofnun lýðveldisins Ísland var samþykkt á Þingvöllum 17. júní 1944.

Íslandsglíma

Mikið var um hátíðarhöld á Þingvöllum, söngvar sungnir og glíma sýnd.

Sungið í Almannagjá

Syngur þú í Almannagjá á svarthvítri mynd í sumar?

Hjarta lands og þjóðar er gagnvirk upplifun um sögu og náttúru Þingvalla. Gestir geta fræðst um Alþingi til forna, breytta stjórnarhætti og fjölbreytt náttúruundur Þingvalla á fjölbreyttan hátt.

Þann 17. júní 1944 var íslenska lýðveldið stofnað á Lögbergi á Þingvöllum og fagnar það því nú 80 ára afmæli. Sérstök hátíðardagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins hefur þannig verið sett upp með fjölda viðburða. Dagskrána má nálgast á lydveldi.is

Yfir árið verða viðburðir á Þingvöllum tileinkaðir lýðveldisárinu sem nær hámarki helgina 15-16. júní með þéttri menningardagskrá og tónleikum sunnudagskvöldið 16. júní.

 

Hugmyndin um Alþingi á Þingvöllum varð stór partur í röksemdum þeirra sem vildu aukna sjálfsstjórn í hendur íslendinga á 19. og 20. öld. Hér hittist fólk til skrafs og ráðgerða eða vildi sækja sér innblástur frá umhverfi og sögu staðarins.

Lengi voru uppi hugmyndir um að endurreisa alþingi aftur á hinum forna þingstað. Jón Sigurðsson einn áhrifamesti stjórnmálamaður 19. aldar færði þó sannfærandi rök fyrir að best færi á að Alþingi væri endurreist í Reykjavík. Varð það líkast til umhverfi Þingvalla til bjargar. Umtalsvert rask hefði verið nauðsynlegt svo koma mætti þinginu aftur fyrir á Þingvöllum.