Lýðveldi í 80 ár

Undirskrift1944
1944 Glima
Kor Kvenna

Stofnun lýðveldis

Stofnun lýðveldisins Ísland var samþykkt á Þingvöllum 17. júní 1944.

Íslandsglíma

Mikið var um hátíðarhöld á Þingvöllum, söngvar sungnir og glíma sýnd.

Sungið í Almannagjá

Syngur þú í Almannagjá á svarthvítri mynd í sumar?

Velkomin á Þingvöll alla daga en sérstaklega 15 - 16. júní en þá verður talsvert um viðburði á Þingvöllum vegna 80 ára lýðveldisafmælis þjóðarinnar.

Hugmyndin um Alþingi á Þingvöllum varð stór partur í röksemdum þeirra sem vildu aukna sjálfsstjórn í hendur íslendinga á 19. og 20. öld. Hér hittist fólk til skrafs og ráðgerða eða vildi sækja sér innblástur frá umhverfi og sögu staðarins.

Lengi voru uppi hugmyndir um að endurreisa alþingi aftur á hinum forna þingstað. Jón Sigurðsson einn áhrifamesti stjórnmálamaður 19. aldar færði þó sannfærandi rök fyrir að best færi á að Alþingi væri endurreist í Reykjavík. Varð það líkast til umhverfi Þingvalla til bjargar. Umtalsvert rask hefði verið nauðsynlegt svo koma mætti þinginu aftur fyrir á Þingvöllum. 

Þann 17. júní 1944 var íslenska lýðveldið stofnað á Lögbergi á Þingvöllum og fagnar það því nú 80 ára afmæli. Sérstök hátíðardagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins hefur þannig verið sett upp með fjölda viðburða. Dagskrána má nálgast á lydveldi.is

Yfir árið verða viðburðir á Þingvöllum tileinkaðir lýðveldisárinu sem nær hámarki helgina 15-16. júní með þéttri menningardagskrá og tónleikum sunnudagskvöldið 16. júní. 

Matarvagnahátíð í samstarfi við Reykjavík Street Food verður alla helgina á Valhallarreitnum. 

Kort af hátíðarsvæðinu má nálgast hér í pdf formi.

Ókeypis verður á bílastæði í þjóðgarðinum og sýninguna Hjarta lands og þjóðar dagana 15-17. júní. 

Velkomin til Þingvalla - Dagskrá laugardaginn 15. júní

13:00 Heill heimur af börnum - Ef ég væri forseti...
Börn á Íslandi miðla á skapandi hátt á nýju gagnvirku Íslandskorti því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi sínu og umhverfi. Ásmundur Einar Daðason afhjúpar menningarkort barnanna. Salvör Nordal umboðsmaður barna ávarpar samkomuna.
Í kjölfarið verður vinnustofan, "Ef ég væri forseti..." undir stjórn Kristínar R. Vilhjálmsdóttur.
Staðsetning – Gestastofa á Haki 

13:00 – 16:00  Fornleifaskóli barnanna
Verður starfandi við Valhallarsvæðið sem gefur krökkum tækifæri á að setja sig í spor fornleifafræðinga, grafa eftir hlutum og teikna upp rústir. 
Staðsetning – Valhöll 

13:00-17:00 Víkingar
Víkingatjöld verða uppsett á búðarústum á nokkrum stöðum norðan Valhallareitsins ásamt því að víkingar og handverksmenn sýna verk sín um leið.
Staðsetning – Valhöll 

Kl 14:00 Lýðveldisganga með landverði
Gönguferð frá gestastofu þjóðgarðsins á Haki. Áhersla verður á lýðveldishátíðina 17. júní 1944.
Staðsetning – Gestastofa á Haki

Kl: 14.00 Leikhópurinn Lotta - Söngvasyrpa
Leikhópurinn Lotta verður verður með söngvaskemmtun við Valhallarreitinn.
Staðsetning – Valhöll 

Kl 14:00-16:30 Skógarganga með landverði
Gönguferð í Skógarkot með landverði þar sem fjallað verður um náttúru sigdalsins og sögu eyðibýlanna í þjóðgarðinum. 
Staðsetning – Valhöll 

16:00 Ljósmyndasýning 17. júní 1944
Opnun ljósmyndasýningarinnar 17. júní 1944 í gestastofu þjóðgarðsins á Haki. Sýningin er unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og verður til sýnis myndefni frá hátíðarhöldum á Þingvöllum þegar Ísland varð sjálfstætt. 

13:00 - 17:00 Matarvagnahátíð á Valhallarreitnum
Matarvagnar í samstarfi við Götubitinn - Reykjavík Street Food verða við Valhallarreitinn. Þar geta gestir keypt sér veitingar í föstu og fljótandi formi. 

Ókeypis verður á bílastæði í þjóðgarðinum og sýninguna Hjarta lands og þjóðar dagana 15-17. júní. 

Velkomin til Þingvalla - Dagskrá sunnudaginn 16. júní

11:00 Gengið til góðs - Lýðveldið Ísland á tímamótum
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gengur með gesti frá Haki, niður Almannagjá og endar við Valhallarreitinn. 
Staðsetning – Gestastofa Hak

11:00 Ferðafélag barnanna skundar á Þingvöll
Ferðafélag barnanna býður upp á göngu á þingvöllum í tilefni 80 ára lýðveldisafmæli íslensku þjóðarinnar. Gengið verður frá geststofunni á Haki, niður Almannagjá og að Öxarárfossi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Ferðafélags barnanna.

13:00 - 22:00 Matarvagnahátíð á Valhallarreitnum
Matarvagnar í samstarfi við Reykjavík Street Food verða við Valhallarreitinn. Þar geta gestir keypt sér veitingar í föstu og fljótandi formi. 

13:00 – 16:00 Sungið með landinu á Þingvöllum
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur kórahátíð í Almannagjá við Lögberg. Fjöldi kóra mun skiptast á að syngja við Lögberg á hálftíma fresti. Sjá nánar á viðburðinum Kórahátíð.
Kóradagskrá 16. júní við Lögberg í Almannagjá.
13:00 Samkór eldri borgara
13:30 Karlakór Kjalnesinga
14:00 Kammerkór Áskirkju
14:30 Hljómfélagið
15:00 Kvennakór Háskólans
15:30 Raddbandafélag Reykjavíkur
Staðsetning – Lögberg

13:00 – 16:00 Fornleifaskóli barnanna
Fornleifaskóli barnanna verður starfandi við Valhallarsvæðið sem gefur krökkum tækifæri á að setja sig í spor fornleifafræðinga, grafa eftir hlutum og teikna upp rústir.
Staðsetning – Valhöll 

13:00-17:00 Víkingar
Víkingatjöld verða uppsett á búðarústum á nokkrum stöðum norðan Valhallareitsins ásamt því að víkingar og handverksmenn sýna verk sín um leið.
Staðsetning – Valhöll 

14:00 – 16:00 Teymt undir börnum við Öxará
Börnum er boðið að kynnast íslenska hestinum við bakka Öxarár.
Staðsetning – Valhöll 

16:00 Fjallkonan snýr aftur
Á lýðveldishátiðinni 17. Júní 1944 „gleymdist“ fjallkonan í öllum hátíðarhöldunum og slæma veðrinu. Nú mun fjallkonan fá uppreist æru og stíga upp á pall á Lögbergi.
Staðsetning – Lögberg

15:00 Glíma
Glímusýning verður í boði Glímusambands Íslands. Gestir fá bæði að sjá fagmenn leika listir sínar en einnig að reyna á sína eigin kunnáttu í þessari þjóðaríþrótt.
Staðsetning – Valhöll

16.00 – 21:30 Söngvavaka á Valhallarreitnum á Lýðveldishátið

16:00 Góss
16.30 Leikhópurinn Lotta söngvasyrpa
17.30 Bubbi
18.30 Valdimar
19.45 Raddbandafélag Reykjavíkur
20.00 Reiðmenn Vindanna, GDRN og Helgi Björns
Staðsetning – Valhöll


Ókeypis verður á bílastæði í þjóðgarðinum og sýninguna Hjarta lands og þjóðar dagana 15-17. júní. 

Velkomin til Þingvalla - Dagskrá mánudaginn 17. júní

15:00 - Hátíðarguðþjónusta í Þingvallakirkju. Séra Axel Á. Njarðvík þjónar fyrir altari.

Ókeypis verður á bílastæði í þjóðgarðinum og sýninguna Hjarta lands og þjóðar dagana 15-17. júní. 

Aðrir viðburðir í sumar

Fjölmargir aðrir viðburðir verða í sumar.

Fimmtudagskvöldgöngur eru fastir liðir á Þingvöllum. Í ár verða göngurnar þó sérstaklega tileinkaðar 80 ára lýðveldisafmæli og 150 ára stjórnarskrárafmæli. Göngurnar hefjast klukkan 20:00 og hefjast frá gestastofunni á Haki. Fyrsti gestaleiðsögumaður sumarsins verður forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson sem leiðir gönguna 6. júní.

Alþingismaður á Þingvöllum

Í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins býður þjóðgarðurinn á Þingvöllum upp á gönguferðir  í sumar á þriðjudagskvöldum þar sem kjörnir þingmenn verða leiðsögumenn  og fjalla um málefni líðandi stundar út frá sinni skoðun, þekkingu og sannfæringu. 

Þingmenn geta rætt um stjórnmálastarfið, störf Alþingis, sögu og náttúru Þingvalla eða önnur hugðarefni sín. Fyrsta gönguferðin verður þriðjudagkvöldið 18.júní og verða þær á hverju þriðjudagskvöldi til 6.ágúst.  Dagskráin verður kynnt síðar.

Sungið á Þingvöllum á sunnudögum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum býður kórum landsins að taka þátt í hátíðardagskrá vegna 80 ára afmælis lýðveldisins í sumar.

Alla sunnudaga milli kl 13.00 og 15.00 frá 23.júní og til loka júlí eru kórar velkomnir að koma fram og syngja í Almannagjá eða annarsstaðar á Þingvöllum.   

Föst greiðsla 100 þús kr. eru í boði fyrir þá kóra sem geta komið og tekið þátt.  Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið thingvellir@thingvellir.is ef áhugi er á að koma fram.

 

Kort af hátíðinni

Kort af hátíðinni má nálgast hér á pdf.