Bílastæði á Þingvöllum

Bílastæðagjald er þjónustugjald sem skal standa undir kostnaði þjóðgarðsins við rekstur og þjónustu bílastæða. Heimild til töku bílastæðagjalda byggir á reglum Þingvallanefndar um gestagjöld vegna afmarkaðra bílastæða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Flokkur A – Fólksbifreið, 5 farþega og færri 1000 kr.
Flokkur B – Fólksbifreið, 6-9 farþega 1200 kr.
Flokkur C – Rúta, 10-19 farþega 2200 kr.
Flokkur D – Rúta, 20-32 farþega 3800 kr.
Flokkur E – Rúta, 33 farþega og fleiri 4200 kr.
Bifhjól   400 kr.

Þjónustugjald er innheimt á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöllum

  • P1 - Hakið við efra enda Almannagjár en þar er Gestastofa þjóðgarðsins.
  • P2 - Efri-Vellir sem er fyrir neðan Öxarárfoss þriðja lagi á Valhallarplani.
  • P3 - Langistígur norðan við Öxarárfoss þar sem gengið er upp úr Stekkjargjá.
  • P5 - Valhöll en það bílastæði er næst Þingvallakirkju og gjánni Silfru.

Umhverfis- auðlinda- og orkumálaráðuneytið staðfesti nýja gjaldskrá fyrir þjónustugjöld á Þingvöllum 28. desember 2023 sjá hér.

Gjaldið veitir heimild til að leggja bifreið þann dag sem greitt er. Eitt gjald er fyrir öll bílastæði.  

Ef gestur hefur P-merki í bílnum sínum þarf ekki að greiða. Viðkomandi þarf þó að koma við í gestastofunni á Haki til að afskrá bílnúmerið úr myndavélakerfinu.

Greiðslukerfi á Haki byggir á myndavélaeftirlitskerfi sem keyrir saman númeraplötur bíla við númeraskrá Samgöngustofu. Þegar ekið er burt eru númerin borin saman við greiðslukerfi þjóðgarðsins.

Greiðsluvélar eru innanhúss í gestastofu og á salernum á við gestastofu á Haki.  Einnig eru greiðsluvélar við bílastæði við Valhallarreitinn P5 og við bílastæðið neðan við Öxarárfoss P2.

Hægt  að greiða þjónustugjald bílastæðis hjá Checkit.is en það fyrirtæki heldur utan um innheimtu þjónustugjaldsins fyrir þjóðgarðinn.

Til að fá nánari upplýsingar eða til að koma ábendingum á framfæri, vinsamlega sendið fyrirspurnir á reikningar@thingvellir.is eða thingvellir@thingvellir.is. Þá er einnig hægt að hafa samband við skrifstofu þjóðgarðsins s. 4881800 og úta svo á númerið 2 þá er komið á beint samband við skrifstofu.

Kort af bílastæðum í þinghelgi

Í og við þinghelgina þar sem þingstaðurinn forni stóð og er mest heimsótta svæði þjóðgarðsins eru tekin þjónustugjöld. 
Þjónustugjöldin renna í viðhald, umhirðu og snjómokstur í og við bílastæðin, þ.m.t. salerni.